Breiðdælir löngum vitað að dalurinn búi yfir miklum verðmætum

Páll Baldursson, sveitarstjóri Breiðdalshrepps, segir Breiðdæli ekki undrandi á að ástralskt málmleitarfyrirtæki vilji leita eftir gulli á svæðinu. Heimamenn séu samt jarðbundnir.

 

Image„Breiðdælir hafa löngum vitað að landið þeirra og dalurinn allur búi yfir miklum verðmætum, þannig að út frá því kemur það okkur ekki á óvart að menn vilji rannsaka svæðið,“ sagði Páll í samtali við agl.is.

Agl.is greindi í gær frá áhuga ástralska fyrirtækisins Platina Resources á að rannsaka hvort gull finnist í vinnanlegu magni á Austurlandi. Breiðdalur er eitt af þeim þremur svæðum sem fyrirtækið hefur sérstakan áhuga á.

Á Breiðdalsvík er starfandi setur í nafni breska eldfjallafræðingsins George Walker sem rannsakaði og kortlagði austfirsk berglög á sjötta og sjöunda áratug seinustu aldar. Páll segir áhuga Ástralanna sérstaklega fróðlegan í ljósi þess að „höfum verið á undanförnum misserum að minna á jarðfræði svæðisins og hinar fornu megineldstöðvar.“

En þótt svæðið verði rannsakað er langt í að gull verði unnið úr austfirskri jörðu. „Varðandi framhaldið þá held ég að Breiðdælir séu nokkuð jarðbundnir í þessum efnum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.