Brennur á Austurlandi

neistaflug_flugeldar.jpgFjölmargar áramótabrennur og flugeldasýningar eru fyrirhugaðar á Austurlandi í kvöld.

 

Héraðsbúar byrja þegar kveikt verður kveikt verður í brennu á Egilsstaðanesi, neðan við kirkjuna. Flugeldasýning verður skömmu síðar.

Á Norðfirði verður brenna ofan við Starmýri klukkan 20:30 og flugeldasýning ofan á snjóflóðavarnagarði hálftíma síðar.

Á Reyðarfirði verður brenna og flugeldasýning úti á Hrúteyri í landi Sléttu klukkan 20:30.

Á Eskifirði verður brenna klukkan 20:00 inni í Krókr á leiðinni út á golfvöll og flugeldasýning hálftíma síðar.

Fáskrúðsfirðingar kveikja í sinni brennu klukkan 20:00 á flugvallarendanum. Tveimur tímum síðar verður flugeldasýning á bæjarbryggjunni neðan við Kaupfélagið og Samkaup.

Á Stöðvarfirði verður brenna og flugeldasýning á Byrgisnesi klukkan 20:00.

Bálið verður tendrað á Djúpavogi á Hermannastekknum klukkan 20:30 og flugeldasýning í boði Slysavarnardeildarinnar Báru.

Breiðdælingar byrja á sama tíma við Þórðarhvamm en þar sér björgunarsveitin Eining um flugeldana.

Tendrað verður í báli Seyðfirðinga klukkan 20:30 við Helluhyl. Áramótaávarp bæjarstjóra verður hálftíma síðar og flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Ísólfs hefst að því loknu.

Ritstjórn Agl.is óskar Austfirðingum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir lesturinn á því sem er að líða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.