Skip to main content

Breyting á ferðum strætó milli Hafnar og Breiðdalsvíkur

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. maí 2022 07:38Uppfært 13. maí 2022 17:41

Á morgun, sunnudag, hefst sumarakstur á akstursleið 94, sem er milli Breiðdalsvíkur og Hornafjarðar með viðkomu á Djúpavogi.


Ferð vagnsins hefst á Höfn, stoppar á Djúpavogi og endar á Breiðdalsvík áður en keyrt er til baka sömu leið. Leiðin hét áður leið 4 og keyrði milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur.

Vagninn ekur á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og svo sunnudögum.

Nánari upplýsingar um tímatöflur og verðskrá má finna á landsbyggðarvef Strætó eða yfirliti yfir Austfirði, eða þjónustuverinu síma 540-2700.