Breytingar gerðar á Fellaskóla

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur samþykkt að hafist verði handa við tilteknar breytingar á Fellaskóla í Fellabæ en starfsfólk skólans hefur lengi kvartað yfir þrengslum og plássleysi.

Sérstakur starfshópur var skipaður í byrjun mars sem skyldi skoða, greina og koma með tillögur um lausn á húsnæðismálum skólans þar til hann verður stækkaður á tímabilinu 2030 til 2032 samkvæmt framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins.

Starfshópurinn skilaði af sér nokkrum mismunandi tillögum en fjölskylduráð og síðar umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti tiltekna tillögu hópsins í síðasta mánuði.

Sú gengur út á að heimilisfræðistofa skólans verði endurnýjuð og stækkuð frá því sem nú er, framleiðslueldhús skólans skal fært innar í bygginguna auk þess sem bæta skal loftræstingu í tónmenntastofunni. Var framkvæmda- og umhverfisstjóra Múlaþings í kjölfarið falið að koma breytingunum í framkvæmd.

Í tillögu starfshópsins var jafnframt hvatt til þess að sveitarfélagið færði stækkun skólans framar í framkvæmdaröðina en nú er eða að minnsta kosti yrði staðinn vörður um að þær framkvæmdir færðust ekki lengur fram í tímann en fjárfestingaráætlun gerir ráð fyrir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.