Sýnatökubreytingar í kjölfar afléttinga takmarkana vegna Covid
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 23. feb 2022 17:30 • Uppfært 23. feb 2022 17:42
Frá og með miðnætti annað kvöld falla niður allar takmarkanir innanlands vegna Covid-19 samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum. Það merkir þó nokkrar breytingar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Aðgerðastjórn almannavarna hér austanlands hefur gefið út lista yfir þær breytingar sem verða samhliða þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Þar um töluverðar breytingar að ræða og ekki hvað síst er varðar sýnatökur. Þær eru:
- Einungis hraðgreiningarpróf verða í boði fyrir almenning.
- Tíma í hraðgreiningarpróf skal panta í gegnum heilsuvera.is.
- Jákvætt hraðgreiningarpróf nægir sem greining á Covid-19.
- Jákvæð greining í heimaprófi skal staðfest í hraðgreiningarprófi hjá heilsugæslu eða einkafyrirtækjum (sem skrá í sjúkrasöguna).
- PCR próf verða ekki lengur í boði fyrir almenning.
- Ekki verður lengur krafa um staðfestingu smits með PCR prófi.
- PCR próf verður eingöngu gerð að ábendingu læknis vegna alvarlegra einkenna Covid-19.
- PCR próf verða gerð fyrir þá sem þurfa þau vegna ferða erlendis og þá gegn gjaldi.
- Einangrun smitaðra er ekki skylda, en tilmæli er um 5 daga einangrun frá sóttvarnayfirvöldum.
- Einkennalítið smitað fólk getur mætt til vinnu en fari eftir leiðbeiningum um smitgát í 5 daga.