Skip to main content

Óbreytt útsvar í Fjarðabyggð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. des 2010 17:16Uppfært 08. jan 2016 19:22

fjarabygg.jpgBæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt að útvar ársins 2011 verði óbreytt, 13,28% en sveitarfélagið fullnýtir útsvarsheimildir sínar í dag. Hlutfallið kann að hækka með færslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga.

 

Verði þjónusta við fatlaða flutt til sveitarfélaga er gert ráð fyrir að útsvarið hækki um 1,2% í 14,48%.

Í bókun bæjarstjórnar segir að miðað við núverandi aðstæður í rekstri þess sé annað óvarlegt en að fullnýta útsvarsheimildina. „Þrátt fyrir að heimildin verði fullnýtt er ljóst að vinna þarf áfram í hagræðingar og sparnaðaraðgerðum í rekstri á næsta ári.“