Bættar aðstæður á Stórhóli: Fækkað um rúmlega 300 kindur í seinustu viku

lomb.jpgBúfjárhald á Stórhóli er allt annað nú en þegar fyrst var gripið til aðgerða þar vorið 2009. Fé á býlinu hefur á þessum tíma fækkað um 1000 kindur, nú seinast um 330 kindur í seinustu viku.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Matvælastofnun (MAST) sendi frá sér í dag. Þar segir að aðstæður á Stórhóli séu allt aðrar í dag en þegar gripið var til aðgerða þar vorið 2009.

Í tilkynningunni segir að vegna aðgerða MAST hafi fé á Stórhóli fækkað um 1000 kindur frá haustinu 2009. Eftir afskipti MAST í seinustu viku hafi ábúendur ákveðið að fækka fé sínu enn frekar um rúmlega 330 kindur.

„Féð var að mestu selt en lakasta fénu var slátrað. Þá leituðu búendur sér ráðgjafar ráðunautar til að bæta fóðrun. MAST vonar að þessar aðgerðir komi til með bæta búfjárhaldið á lögbýlinu og telur að ákveðinn árangur þess efnis hafi nú þegar náðst.

Matvælastofnun hefur undanfarin ár haft reglulegt eftirlit með búfé á bænum til að tryggja viðunandi fóðrun og aðbúnað. Stofnunin mun áfram sinna eftirliti með að úrbætur séu í samræmi við lög og reglur um aðbúnað og umhirðu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.