Skip to main content

Hugmyndir um miðbæjartorg á Breiðdalsvík aftur á rekspöl

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. maí 2022 09:54Uppfært 03. maí 2022 10:31

Hreyfing er aftur komin á hugmyndir um uppbyggingu torgs í miðbæ Breiðdalsvíkur en málið hefur legið í láðinni um tíma.

Verkefnið Breiðtorg hefur lengi verið á teikniborðinu vegna hugmynda um að fegra miðbæinn á Breiðdalsvík en hugmyndir þessa efnis voru fyrst skoðaðar af hagsmunaaðilum og þáverandi hreppsstjórn fyrir sjö árum síðan. Fékk verkefnið 800 þúsund króna styrk árið 2017 og hönnun þess lauk sama ár. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar samþykkti hönnunina 2019 en síðan hefur fátt gerst.

Nú hefur sama nefnd Fjarðabyggðar falið atvinnu- og þróunarstjóra sveitarfélagsins til að boða eigendur húsa við fyrirhugað torg á fund til að ákvarða næstu skref í málinu.

Breiðtorgið er, eins og sjá má á myndinni, ferkantað torg í miðju bæjarins og afmarkast af svæðinu milli Borkjarnasafnsins, Breiðdalsseturs, Kaupfjélaginu, brugghúsi Beljanda og að frystihúsinu.