Skip to main content

Fleiri smitaðir af Covid-19 en nokkurn tímann áður

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. mar 2022 20:05Uppfært 01. mar 2022 20:08

Aðgerðastjórn almannavarna hvetur fólk áfram til að vera á varðbergi gagnvart Covid-19 þrátt fyrir að takmörkunum hafi verið aflétt að öllu leyti. Afléttingar breyta ekki því að faraldurinn er enn að gera usla.

142 einstaklingar reyndust smitaðir í sýnatöku í dag en alls voru tekin 252 sýni austanlands þennan daginn og yfir helmingur reyndist með jákvæða svörun.

Fólk er hvatt til að njóta þess að sóttvarnarreglum hafi verið aflétt en bent á að slíkar afléttingar koma ekki í veg fyrir smit og veikindi. Fleiri eru nú smitaðir á landsvísu en nokkurn tímann fyrr.

Þá bendir aðgerðastjórn á nauðsyn þess að fólk haldi sig heimavið ef einkenna verður vart og meðan þau vara. Alls ekki mæta til vinnu eða í skóla ef grunur leikur um smit.

Þá er og bent á að þeir sem hyggjast fara í hraðpróf þurfa að skrá sig á heilsuvera.is með rafrænum skilríkjum. Ef slík eru ekki fyrir hendi er hægt að skrá sig á hradprof.covid.is og fá kóða til sýnatöku. Niðurstöður þeirra sýna skrást þó ekki í sjúkraskrá viðkomandi eins og þeirra sem panta sýnatöku í gegnum Heilsuveru og því mælt með notkun rafrænna skilríkja.