Dagaspursmál áður en Hellisheiði eystri verður opnuð
Vegagerðin gerir ráð fyrir að fjallvegurinn yfir Hellisheiði eystri verði opnaður á allra næstu dögum.
Vegurinn atarna, einn hæsti fjallavegur landsins, er að frátöldum hálendisvegum sá eini sem enn hefur ekki verið opnaður fyrir umferð á Austurlandi. Sá vegur, þegar fær, styttir ferðatímann milli Vopnafjarðar og Egilsstaða um hálfa klukkustund eða svo og er tiltölulega vinsæl leið fyrir ferðafólk.
Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinns, G.Pétur Matthíasson, segir að menn frá Vegagerðinni hafi þegar tekið stöðuna á veginum og vinna við opnun sé hafin en sökum bleytu þurfi hann aukreitis nokkra daga til að þorna áður en hægt verður að hleypa almennri umferð á hann.
Vegagerðin hefur metið Hellisheiðarveg og opnun gæti orðið strax í næstu viku. Mynd Austurland.is