Dagmar Ýr er nýr framkvæmdastjóri Austurbrúar

Dagmar Ýr Stefánsdóttir mun taka við starfi framkvæmdastjóra Austurbrúar af Jónu Árnýju Þórðardóttur. Þetta var tilkynnt í dag.

„Það er veruleg tilhlökkun að takast á við ný og öðruvísi verkefni hjá Austurbrú,“ segir Dagmar í viðtali við Austurfrétt en hún hefur undanfarin tíu ár eða svo starfað sem upplýsingafulltrúi Alcoa/Fjarðaáls í Reyðarfirði.

„Ég er þannig manneskja að ég þarf að upplifa eitthvað nýtt og öðruvísi með reglulegu millibili. Ég hafði ekki hugsað mér neitt að skipta um starfsumhverfi enda afar gaman að vera að starfa í því fjölþjóðlega umhverfi sem starfið fyrir  Alcoa hefur verið og er en svo sá ég þessa auglýsingu frá Austurbrú og sló til enda margt spennandi á þeim vettvangi líka.“

Dagmar Ýr er stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og útskrifaðist síðar með BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún starfaði um tíma hjá sjónvarpsstöðinni N4 sem var og hét áður en hún var ráðin í stöðu forstöðumanns markaðs- og kynningarmála hjá Háskólanum á Akureyri. Því starfi gengdi hún fram að stöðu sinni hjá Alcoa/Fjarðaáli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.