Djúpavogshreppur í pappírslaus viðskipti
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. nóv 2010 15:39 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Djúpavogshreppur hyggst frá næstu áramótum stefna að því að draga
verulega úr pappírsnotkun. Ýmsar rukkanir verða þannig ekki sendar
greiðendum lengur í pósti.
Sveitarstjórn hreppsins samþykkti þetta nýverið. Stefnt er að því að frá og með áramótum verði sem mest af viðskiptum Djúpavogshrepps pappírslaus til sparnaðar og hagræðingar, til að mynda fasteignagjöld.