Dæmdur fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti

logreglumerki.jpgKarlmaður á þrítugsaldri var nýverið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Austurlands fyrir að hóta lögreglumönnum á vakt líkamsmeiðingum og lífláti.

Maðurinn hótaði tveimur lögregluþjónum eftir að hann hafði verið tekið tökum og haldið föstum í aftursæti lögreglubifreiðar. Verið var að fara með hann frá Reyðarfirði til Eskifjarðar.

Maðurinn játaði brot sitt greiðlega, enda til upptökur á því úr bílnum. Hann sagðist iðrast gjörða sinna. Þetta var metið honum til refsilækkunar.

Hann hefur áður komist í kast við lögin, fyrir brot á hegningarlögum, umferðarlögum og reglum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um ofbeldisbrot.

Dómnum þótt því skilorðsbundið fangelsi í 30 daga til tveggja ára hæfileg refsing. Honum var að auki gert að greiða ríflega 140 þúsund krónur í málskostnað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.