Dæmdur fyrir hnefahögg og brotnar tennur
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. okt 2010 10:58 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið tæplega tvítugan karlmann í 45
daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða skaðabætur fyrir að hafa
slegið annan í andlitið og brotið í hönum sex tennur.
Atvikið átti sér stað í anddyri skemmtistaðarins Skjálfta á Egilsstöðum í vor. Árásarmaðurinn greiddi fórnarlambi sínum eitt hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að það féll í gólfið og sex tennur brotnuðu.
Héraðsdómur dæmdi árásarmanninn í 45 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára og til að greiða brotaþola tæpar 300 þúsund krónur í skaðabætur.
Árásarmaðurinn játaði brot sitt greiðlega en hann hefur áður hlotið refsingar fyrir brot á umferðar- og fíkniefnalögum. Ungur aldur og játning voru metin honum til refsilækkunnar.
Héraðsdómur dæmdi árásarmanninn í 45 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára og til að greiða brotaþola tæpar 300 þúsund krónur í skaðabætur.
Árásarmaðurinn játaði brot sitt greiðlega en hann hefur áður hlotið refsingar fyrir brot á umferðar- og fíkniefnalögum. Ungur aldur og játning voru metin honum til refsilækkunnar.