Díoxínsýni tekin í Reyðarfirði

alcoa_dioxin.jpgNiðurstaðna úr mælingum á magni díoxíns í jarðvegi við álverið í Reyðarfirði er að vænta seinni part júnímánaðar. Sýnataka hefur staðið yfir seinustu tvær vikur víða um land í átaki Umhverfisstofnunar.

 

Í kjölfar þess að mikil díoxínmengun uppgötvaðist í nágrenni sorpbrennslustöðvarinnar Funa á Ísafirði í byrjun árs ákvað Umhverfisstofnun að rannsaka styrk díoxíns víða um land.

Gert er ráð fyrir að sýnatöku ljúki í vikunni en sýni hafa verið tekin í grennd við starfandi og aflagðar sorpbrennslur, sorpflokkunarstöð, stærstu  iðjuver/verksmiðjur, þar með talið við álverið í Reyðarfirði, á völdum svæðum fyrir árlegar opnar brennur sem og á viðmiðunarstöðum þar sem ekki er að vænta díoxín uppspretta af manna völdum.

Jóhanna Björk Weisshappel, sérfræðingur á sviði umhverfisgæða hjá stofnuninni, segir að sýni verði tekin á tveimur stöðum í nágrenni við álverið. Að auki verði tekin viðmiðunarsýni í Seyðisfirði. Niðurstaðna er að vænta í síðasta lagi 20. júní.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.