Skip to main content

Dregur til tíðinda í framboðsmálum í Múlaþingi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. mar 2022 15:33Uppfært 10. mar 2022 15:34

Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor birtast nú einn af öðrum. Þrjú framboð í Múlaþingi munu taka ákvarðanir um sína lista á næstu dögum.


Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir prófkjöri á laugardag. Átta frambjóðendur eru í því. Það er bindandi fyrir fimm efstu sætin.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð verður með súpufund í Tehúsinu á Egilsstöðum í hádeginu á sunnudag þar sem listi framboðsins verður kynntur. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, verða gestir fundarins.

Þá hefur Framsóknarfélag Múlaþings boðað til félagsfundar í Austrasalnum á Egilsstöðum næsta miðvikudagskvöld. Þar verður tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista lögð fram.

Um síðustu helgi var framboðslisti Austurlistans staðfestur.