Drottning Belgíu heimsótti Vopnafjörð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. sep 2010 12:02 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Paola, drottning í Belgíu, kom óvænt til Vopnafjarðar með
skemmtiferðarskipi í gærmorgun. Farþegar úr skipinu skoðuðu sig um í
Mývatnssveit.
Menn úr sérsveit Ríkislögreglustjóra fylgdu drottningunni. Í samtali við RÚV sagði leiðsögumaður hópsins að drottningin væri virðuleg en jafnframt hin alþýðlegasta. Paoloa er sögð áhugasöm um Ísland og íslenska menningu en hún er gift Alberti öðrum, konungi Belgíu.
Skemmtiferðaskip eru sjaldséð sjón á Vopnafirði en þar hafa menn lagt sig fram um að taka vel á móti gestum sínum í von um að fá fleiri heimsóknir. Þótt flestir gestanna hafi farið í Mývatnssveit fóru aðrir stytta, röltu um þorpið eða renndu inní Burstarfell.
Skipið stoppaði í tólf tíma. Áhafnarmeðlimir eru tæplega fjörutíu og farþegarnir tæplega níutíu, flestir Belgar.
Vessel Plancius var upphaflega byggt sem hafrannsóknaskip. Því var breytt í farþegaskip í fyrra. Það siglir undir hollenskum fána.
Skemmtiferðaskip eru sjaldséð sjón á Vopnafirði en þar hafa menn lagt sig fram um að taka vel á móti gestum sínum í von um að fá fleiri heimsóknir. Þótt flestir gestanna hafi farið í Mývatnssveit fóru aðrir stytta, röltu um þorpið eða renndu inní Burstarfell.
Skipið stoppaði í tólf tíma. Áhafnarmeðlimir eru tæplega fjörutíu og farþegarnir tæplega níutíu, flestir Belgar.
Vessel Plancius var upphaflega byggt sem hafrannsóknaskip. Því var breytt í farþegaskip í fyrra. Það siglir undir hollenskum fána.