Drukkinn skemmdi tæki í verksmiðju HB Granda með sleggju

Starfsmaður HB Granda á Vopnafirði skemmdi tæki og tól í frystihúsi fyrirtækisins aðfaranótt laugardags með sleggju. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hefur játað brot sitt fyrir lögreglu og telst málið upplýst.

 

ImageFréttablaðið hefur eftir Magnúsi Róbertssyni, vinnslustjóra, að maðurinn hafi verið talsvert drukkinn er rólegan þegar aðra bar að.

„Þetta er mjög leiðinlegt mál því þetta er dagfarsprúður piltur og góður starfskraftur. Ég veit ekki til þess að hann hafi átt nokkuð sökótt við fyrirtækið og held að honum hafi liðið vel í vinnunni. Það var líf í bænum þetta kvöld og ég skrifa þetta frekar á að hann hafi fengið sér of marga bjóra,“ segir Magnús.

Tjónið nemur hundruðum þúsunda króna. Maðurinn hefur verið sendur í launalaust leyfi en framtíð hans hjá fyrirtækinu er óráðin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.