Eiginkonu Hannesar sagt upp

hannes_sigmarsson_jpg_280x800_q95.jpgGuðrún Jóna Helgadóttir, eiginkona Hannesar Sigmarssonar fyrrverandi yfirlæknis á Eskifirði, er ein þeirra tíu sem sagt var upp hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands um áramótin. Hún segir uppsögnina tengjast brotthvarfi eiginmannsins en forstjórinn að uppsögnin sé eðlileg í ljósi sparnaðarráðstafana.

 

Frá þessu er greint í helgarblaði DV.

Guðrún Helga er önnur tveggja læknaritara sem sagt er upp hjá HSA en fyrir lá að hin myndi hætta sökum aldrus. Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, segir að stöðugildi læknaritara hafi verið að falla niður. Starfið hafi orðið allt að tilgangslaust þar sem gögn séu nú slegin inn í tölvur af læknum og síðan send rafrænt á milli staða. Í samtali við DV vildi hann ekki tjá sig sérstaklega um mál Guðrúnar.

Guðrún segir að starf hennar hafi verið víðtækara en lýst sé í starfslýsingu. Starfið sé sérhæft. „Það að vinna í sjúkraskrá er ekki eitthvað sem þú hleypir hverjum sem er í. Þeir hefðu alveg getað minnkað ræstingarnar eða eitthvað annað og haldið þá þrautþjálfuðum starfskrafti.“

Hún telur uppsögnina tengjast brottvikningu eiginmanns síns. Hún þakkar Eskfirðingum stuðninginn í baráttu þeirra undanfarin misseri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.