Eimskip ekki svarað vikum saman: Kjaradeila til sáttasemjara

afl.gifAFL Starfsgreinafélag hefur vísað kjaradeilu sinni við Eimskipafélag Íslands vegna vinnu við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði til ríkissáttasemjara. Fyrst var óskað eftir viðræðum um sérkjarasamning vegna vinnustaðarins haustið 2009 en síðustu vikur hefur fyrirtækið ekki svarað AFLi.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá starfsgreinafélaginu. Félagið telur starfsmenn hafnarinnar mikilvægan hlekk í starfsemi Alcoa og þeir eigi ekki að njóta síðri kjara en aðrir sem koma að framleiðslunni.

Starfsmenn Eimskips tóku á sig 10% kjaraskerðingu haustið 2008 þegar félaginu var forðað frá gjaldþroti. Síðan hefur reksturinn snúist til betri vegar og var hagnaður þess fyrstu níu mánuði seinasta árs, eftir skatta, 1,5 milljarður króna.

AFL vakti athygli Eimskipafélagsins í byrjun janúar á að þar sem kjarasamningar væru allir lausir væri félaginu heimilt að grípa til aðgerða til að fylgja etir kröfum sínum. Ekkert svar barst og var deilunni því vísað til ríkissáttasemjara í lok seinustu viku.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.