Skip to main content

Ein umsókn um Austfjarðaprestakall

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. maí 2022 10:01Uppfært 04. maí 2022 10:04

Ein gild umsókn barst um stöðu prests í Austfjarðaprestakalli. Tveir prestar hafa hætt störfum á svæðinu á þessu ári.


Umsóknarfrestur rann út í dymbilviku. Í tilkynningu Þjóðkirkjunnar kemur fram að tvær umsóknir hafi borist en önnur verið metið ógild. Sú sem var gild var frá Bryndísi Böðvarsdóttur, mag. theol.

Valnefnd fer yfir gildar umsóknir og boðar umsækjendur í viðtal innan þriggja vikna frá lokum umsókanarfrests. Gert hefur verið ráð fyrir að nýr prestur hefji störf eigi síðar en þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Austfjarðaprestakall nær frá Mjóafirði til Álftafjarðar og í því eru ellefu sóknir. Það varð til við sameiningu fimm prestakalla árið 2019 og síðan hafa starfað í því fimm prestar. Eftir breytingar í vetur eru aðeins þrír starfandi sem stendur.

Nýr prestur mun hafa sérstakar skyldur við Norðfjarðarsókn og Eskifjarðarsókn.

Tveir prestar halda kveðjumessur sínar í prestakallinu á sunnudag. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sem lét af störfum 2019, kveður söfnuð sinn í Norðfjarðarkirkju klukkan 11:00 á sunnudag.

Síðar sama dag, eða klukkan 14:00 verður kveðjumessa Erlu Bjargar Jónsdóttur í Reyðarfjarðarkirkju en hún fluttist til Dalvíkur um áramótin.