Skip to main content

Einangrun afnumin og takmörkunum að fullu aflétt vegna Covid

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. feb 2022 14:49Uppfært 23. feb 2022 15:47

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að frá og með aðfararnótt næsta föstudags verði öllum takmörkunum vegna Covid-19 aflétt. Þá verður einangrun vegna sjúkdómsins afnumin frá sama tíma.

Stjórnvöld ákváðu þetta að höfðu samráði við sóttvarnarlækni en lykilbreytan er sú að útbreiðsla smita hérlendis er það mikil að hvers kyns takmarkanir hefðu lítil sem engin áhrif úr því sem komið er.

Þrátt fyrir þetta eru einstaklingar sem finna fyrir einkennum hvattir til að fara áfram í skyndipróf og að halda sig heimavið sé þess kostur.

Áfram verði fylgst grannt með gangi mála af hálfu heilbrigðisyfirvalda og komi upp ný afbrigði af Covid verði staðan tekin að nýju.