Einar Rafn: Versta mál að þurfa að loka Sundabúð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. nóv 2010 22:47 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, segir
það neyðarúrræði að þurfa að loka hjúkrunarheimilinu Sundabúð á
Vopnafirði. Annað sé erfitt þar sem stofnunin þurfi að skera niður um
tæpan hálfan milljarð á næsta ári.
„Meðalaldur á hjúkrunarheimilinu er mjög hár, 87 ár, og það er hið versta mál að þurfa að skera þarna niður. En það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun þar sem verið er að endurskoða fjárlögin. Vonandi finna stjórnvöld flöt á þessu þannig að hægt verði að halda úti þjónustu í byggðarlaginu. En eins og staðan er núna eru ekki aðrar lausnir í sjónmáli,“ segir Einar Rafn í samtali við Pressuna.
Eins og staðan sé í dag þurfi HSA að borga 40 milljónir króna með Sundabúð á næsta ári. Ekki hefur verið ákveðið hvert heimilsmenn verði fluttir. Einhverjir geti fengið heimahjúkrun en mögulegt sé að flytja aðra í Egilsstaði eða á Seyðisfjörð. Það sé þó engin óskastaða.
Eins og staðan sé í dag þurfi HSA að borga 40 milljónir króna með Sundabúð á næsta ári. Ekki hefur verið ákveðið hvert heimilsmenn verði fluttir. Einhverjir geti fengið heimahjúkrun en mögulegt sé að flytja aðra í Egilsstaði eða á Seyðisfjörð. Það sé þó engin óskastaða.