Einn framboðslisti í Djúpavogshreppi

Sjálfkjörið verður til sveitarstjórnar í Djúpavogshreppi, þar sem aðeins einn framboðslisti kom fram vegna sveitarstjornakosninganna nú í lok mánaðarins.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá yfirkjörstjórn Djúpavogshrepps á heimasíðu sveitarfélagsins.
djupivogur.jpgTILKYNNING FRÁ YFIRKJÖRSTJÓRN DJÚPAVOGSHREPPS
 

Það tilkynnist hér með að þegar framboðsfrestur til sveitarstjórnarkostninga í 29. maí, 2010 rann út á hádegi laugardaginn 8. maí sl. hafði einn framboðslisti, Nýlistinn, borist í hendur kjörstjórar.  Samkvæmt 29. Gr. Laga um kosningar til sveitarstjórna framlengdist því framboðstíminn til hádegis í dag, 10. maí.  Þegar fresturinn rann út í dag hafði enginn annar framboðslisti borist því var ljóst að einungis einn listi væri því í framboði.  Þegar lögboðinn framboðsfrestur rann út kom kjörstjórn í Djúpavogshreppi saman og fór yfir framkominn framboðslista.   Engar athugasemdir voru gerðar varðandi framboðslista Nýlistans og var hann því samþykktur.

Að þessu sögðu og samkvæmt 29. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna: „Nú kemur aðeins einn framboðslisti og skal þá yfirkjörstjórn framlengja framboðsfrest um tvo sólarhringa.  Komi ekki fram nýr framboðslisti áður en þeim fresti lýkur verður framkominn framboðslisti sjálfkjörinn“.

Samkvæmt ofanrituðu er framboðslisti Nýlistans á Djúpavogi því sjálfkjörinn til sveitarstjórnar og verða engar kosningar þann 29. maí nk. í Djúpavogshreppi.

Hér að neðan gefur að líta framboðslista Nýlistans til sveitastjórnar í Djúpavogshreppi 2010.

Magnús Hreinsson
formaður yfirkjörstjórnar í Djúpavogshreppi.

Nr. á lista Nafn frambjóðanda Heimilisfang Starfsheiti
1 Andrés Skúlason Borgarlandi 15 Forstöðumaður
2 Bryndís Reynisdóttir Hlíð 13 Ferða-og menningafulltr.
3 Albert Jensson Kápugili Kennari
4 Sóley Dögg Birgisdóttir Hömrum 12 Bókari
5 Sigurður Ágúst Jónsson Borgarlandi 22a Sjómaður
6 Þórdís Sigurðardóttir Borgarlandi 26 Leikskólastjóri
7 Ingibjörg B. Gunnlaugsdóttir Borgarlandi 34 Kennari
8 Jóhann Atli Hafliðason Eiríksstaðir Nemi
9 Irene Meslo Hammersminni 6 Starfsm. Íþróttahúss
10 Elísabet Guðmundsdóttir  Steinum 15 Bókari

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.