Skip to main content

Einn sviptur ökuréttindum fyrir hraðakstur

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. okt 2023 12:39Uppfært 09. okt 2023 12:39

Lögreglan á Austurlandi stöðvaði alls 26 ökumenn vegna umferðarlagabrota um helgina, þar af 22 vegna hraðaksturs. Einn þeirra var sviptur ökuréttindum.


Sá ók bílnum á 155 km/klst. við 90 km/klst. hraðaksturs. Samkvæmt reglum gildir sviptingin í mánuð en sektin nemur 210 þúsund krónum. Svipting tekur gildi við 140 km/klst. hraða á 90 km/klst. svæði.

Af hinum voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum, sá þriðji fyrir notkun síma án handfrjáls búnaðar og sá fjórði fyrir að keyra án skráningarmerkis að framan.

Í tilkynningu lögreglu eru ökumenn hvattir til aðgæslu í hvívetna, ekki síst ökuhraða. Þá er vakin athygli á að notkun farsíma, snjalltækja eða annarra raftækja sem valdið geta truflun við akstur, er óheimil.