Einni milljón úthlutað til íþrótta- og tómstundastarfs
Fimm umsóknir um styrki úr íþrótta- og tómstundasjóði Fjölskylduráðs Múlaþings voru samþykktar af hálfu ráðsins en ein milljón króna var til úthlutunar.
Alls bárust átta umsóknir að þessu sinni um rúmlega níu milljónir króna alls. Þremur umsóknum var hafnað og þeim sem náð fengu fyrir augum nefndarmanna fengu úthlutað minna en óskað var eftir.
Verkefnin sem styrk hljóta þetta árið eru:
Vorævintýri í óbyggðum, umsækjandi Náttúruskólinn, kr. 100.000
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, umsækjandi Ingibjörg Jónsdóttir, kr. 300.000
Sleggjukast,æfingar og keppni, umsækjandi Sverrir Rafn Reynisson, kr. 300.000
Aðstöðusköpun fyrir Frisbífélag Austurlands á Egilsstöðum, umsækjandi Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir, kr. 200.000
Pílufélag, umsækjandi Kristján Sigtryggsson, kr. 100.000
Mynd: Frisbígolf nýtur vaxandi vinsælda og einn styrkþega úr sjóði Fjölskylduráðs Múlaþings fer í aðstöðusköpun fyrir Frisbífélag Austurlands.