Skip to main content

Einu bílslysi minna en í fyrra

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. okt 2023 12:39Uppfært 02. okt 2023 12:40

Skráð bílslys á Austurlandi eru einu færra fyrstu níu mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Tveir einstaklingar hlutu smávægileg meiðsli þegar bíll valt nærri Vegaskarði á Möðrudalsöræfum um hádegi á laugardag.


Samkvæmt tilkynningu lögreglu missti ökumaður stjórn á bílnum í hálku þannig hann hafnaði utan vegar. Ökumaður og farþegi voru í bílnum. Þeir voru fluttir á heilsugæslustöðina á Vopnafirði með smávægileg meiðsli og fengu að fara heim eftir skoðun.

Fyrstu níu mánuði ársins voru 34 umferðarslys skráð á Austurlandi, samanborið við 35 á sama tíma í fyrra. Í samantekt lögreglunnar er bent á að umferðin í ár sé þó meiri. Slysatölurnar séu því ásættanlegar þótt eitt slys sé alltaf einu of mikið.

Ökumenn eru því hvattir til aðgætni og árvekni og að aka samkvæmt aðstæðum. Viðbúið er að akstursskilyrði versni þegar hálka getur verið óvænt til staðar, til dæmis á fjallvegum.