Ekki minni úrkoma á Dalatanga í ágústmánuði áratugum saman
Leita þarf áratugi aftur í tímann til að finna ágústmánuð þar sem minna rigndi á Dalatanga en í liðnum mánuði samkvæmt úttekt Veðurstofu Íslands.
Veðurfar austanlands verið nokkuð sérstakt þetta sumarið samkvæmt fræðingum Veðurstofunnar sem mánaðarlega birta fræðilega útlistun á veðurfari hvers liðins mánaðar í öllum landshlutum að teknu tilliti til veðurfarsgagna langt aftur á síðustu öld.
Í yfirliti þeirra í ágústmánuði fyrir Austurland kemur fram að afar þurrt hafi verið í fjórðungnum öllum lunga mánaðarins og í mörgum tilfellum hafi meirihluti mánaðarúrkomu á hverjum stað fallið á einum eða tveimur sólahringum í blálok mánaðarins.
Hitastigið reyndist einnig töluvert undir meðallagi austanlands og á annesjum norðaustanlands í síðasta mánuði en hitastig ágústmánaðar var einu til tveimur stigum undir meðaltali á velflestum stöðum. Á Egilsstöðum, sem oft státar af hitametum þennan mánuð, var meðalhitinn í ágúst einungis 10,1 stig og sex þéttbýlisstaðir annars staðar í landinu með hærri meðalhitastig en það. Á Dalatanga og Teigarhorni náði meðalhitinn aðeins upp í rúm 9 stig.
Dalatangarviti fyrir nokkrum árum síðan. Þar var töluverð þurrkatíð í liðnum ágústmánuði. Mynd Anke Jens