Ekki siglt til Mjóafjarðar í sumar?

fjarabygg.jpgÚtlit er fyrir að ferjusiglingar milli Mjóafjarðar og Neskaupstaðar leggist af í sumar vegna niðurskurðar. Ríkið vill að sveitarfélagið taki við siglingaleiðinni.

 

Vegagerðin hefur lagt til að siglingunum verði hætt frá 1. júní – 1. október. Þar hafa vanalega verið tvær ferðar í viku en í sparnaðarskyni var þeim fækkað í eina seinasta sumar. Aftur er krafist sparnaðar.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir ferjuna ákveðna lífæð fyrir samfélagið í Mjóafjarðarhreppi. Fyrir að utan að flytja „fullt af fólki“ flytji hún vörur á milli auk þess að fara með sorpið til baka tli Neskaupstaðar.

Í máli Jóns Björns á bæjarstjórnarfundi fyrir skemmstu kom fram að verði ferjusiglingarnar lagðar af hafi það í sér kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið sem þurfi eftir sem áður að veita sína þjónustu. Siglingaleiðin hefur undanfarin ár verið boðin út.

Ríkið hefur lagt til að sveitarfélagið taki við siglingaleiðinni að fullu strax 1. október og eigi síðar en um næstu áramót.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.