Skip to main content

Eldsupptök sennilega í kaffivél

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. maí 2010 17:29Uppfært 08. jan 2016 19:21

Talið er að eldsupptök í Fellabakaríi í morgun megi rekja til kaffivelar eða einhvers rafmagnstækis í kaffistofu á efri hæð fyrirtækisins.

eldur_bakar_seinni_frett.jpgAð sögn Baldurs Pálssonar slökkvuliðsstjóra, ,,má leiða líkur að, að kviknað hafi í út frá enhveju rafmagnstæki á efri hæð hússins í kaffistofu, sennilega kaffivél".  

Húsið er mikið brunnið á efri hæð, sem var á frílofti í hluta hússins, þar sem voru kaffistofa og skrifstofur.  Aðrar skemmdir af völdum elds í húsinu voru ekki miklar nema gólfið í efri hæðinni var mikið brunnið.

Ekki komst eldur svo teljandi sé í vélasal hússins vegna þess að eldvarnaveggur nálægt miðju húsinu, milli skrifstofu og vélasalar hélt.  Ekki urðu heldur skemmdir af völdum elds svo teljandi væri í verslun sem er staðsett í hinum enda hússins en skrifstofuloftið erm milli vinnslusalarins og búðarinnar.

Miklar skemmdir urðu hins vegar af reyk, sóti og vatni í þeim hlutum hússins sem eldurinn náði ekki til og ljóst að ekki verður bakað í húsinu á næstunni, en Fellabakarí er eina bakaríið á Mið Austurlandi.