Eldur í Bakaríinu í Fellabæ

Eldur kviknaði í Fellabakaríi snemma í morgun. Slökkviliðið var kallað út klukkan 7:00 í morgun.  Slökkvuliðið náði fljótt tökum á eldinum. Engin slys urðu á fólki. eldur_bakari.jpg Slökkvistarf tók um tvo klukkutíma.  Eldurinn virðst hafa kviknað á efri hæð bakaríisins þar sem skrifstofur fyritækisins eru til húsa.  Skemmdir urðu mestar á efri hæðinni, þar brann flest sem brunnið gat og logaði um tíma upp úr fjórum þakgluggum sem eru á skrifsofuhlutanum.  Skemmdir urðu minni á neðri hæð hússins, nánast engar af völdum elds en miklar völdum reyks, sóts og vatns.  Slökkvistarfi lauk að mestu uppúr klukkan níu í morgun.  Eldsupptök eru ókunn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.