Skip to main content

Eldurinn við álverið slökktur

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. des 2010 19:57Uppfært 08. jan 2016 19:22

alver_eldur_0004_web.jpgEldur í spenni við álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði var slökktur rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Um tveimur tímum áður komst straumur á álverið. Með því tókst að koma í veg fyrir að ál storknaði í kerjum en slíkt hefði orðið mikið tjón.

Þrír slökkviliðsmenn verða á vakt við álverið í nótt. Um fjörutíu slökkviliðsmenn komu að slökkvistarfinu, úr Fjarðabyggð og af Fljótsdalshéraði.

Sprenging varð í spenninum um klukkan fimm í dag. Rafmagn fór þá af álverinu og hluta Austurlands. Álverið þolir fimm tíma rafmagnsleysi en ef ál storknar í kerjum verður mikið tjón.

Spennirinn var við innri enda álversins. Mikill eldur var í honum um tíma og teygðu eldtungurnar sig í hæð á við brún kerskálans. Mikil olía var í spenninum og því gekk slökkvistarfið hægt.

Engin slys urðu á fólki en hluti álverssvæðisins var rýmdur.