Elvar Jónsson: Lágkúruleg viðbrögð við hugmyndum um færslu Hringvegar

elvar_jonsson2.jpgElvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans, segir viðbrögð sveitastjórnarmanna á Fljótsdalshéraði og Djúpavogi við hugmyndum um að flytja þjóðveg eitt þannig hann liggi um Fjarðabyggð „lágkúruleg.“

 

Þetta kom fram í máli Elvars á íbúafundi á Stöðvarfirði í fyrrakvöld.

„Mér er ekki skemmt yfir viðbrögðum sveitarstjórnarmanna á Djúpavogi og Fljótsdalshéraði. Mér finnst þau lágkúruleg,“ sagði Elvar. „Ég er ekki viss um að hægt verði að ná samstöðu innan fjórðungsins um hvar vegurinn skuli liggja.“

Esther Ösp Gunnarsdóttir, sem einnig situr í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrir Fjarðalistann, sagði tíma til kominn að menn ræddu um mál Hringvegarins með „rökum, ekki tilfinningum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.