Skip to main content

Elvar Jónsson: Lágkúruleg viðbrögð við hugmyndum um færslu Hringvegar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. ágú 2010 11:02Uppfært 08. jan 2016 19:21

elvar_jonsson2.jpgElvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans, segir viðbrögð sveitastjórnarmanna á Fljótsdalshéraði og Djúpavogi við hugmyndum um að flytja þjóðveg eitt þannig hann liggi um Fjarðabyggð „lágkúruleg.“

 

Þetta kom fram í máli Elvars á íbúafundi á Stöðvarfirði í fyrrakvöld.

„Mér er ekki skemmt yfir viðbrögðum sveitarstjórnarmanna á Djúpavogi og Fljótsdalshéraði. Mér finnst þau lágkúruleg,“ sagði Elvar. „Ég er ekki viss um að hægt verði að ná samstöðu innan fjórðungsins um hvar vegurinn skuli liggja.“

Esther Ösp Gunnarsdóttir, sem einnig situr í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrir Fjarðalistann, sagði tíma til kominn að menn ræddu um mál Hringvegarins með „rökum, ekki tilfinningum.“