Endurbætur á Eiðakirkju að nálgast lokatakamarkið
Það ekki lítið mál fyrir fámennan söfnuð þessa síðustu og verstu að leggja í brýnar endurbætur og viðhald á tæplega 140 ára gamalli kirkju og sjá fyrir endann á þeim framkvæmdum á tiltölulega skömmum tíma. Það nákvæmlega það sem Eiðasókn hefur tekist á fáeinum árum.
Fyrir skömmu var haldinn aðalsafnaðarfundur Eiðasóknar þar sem fundarstörf voru að mestu leyti í samræmi við starfsreglur um söfnuði og og sóknarnefndir. En í lok þess fundar var farið yfir þær framkvæmdir og endurbætur sem þegar hafa verið gerðar á Eiðakirkju og kirkjugarðinum sjálfum og sömuleiðis þær framkvæmdir sem eftir eru.
Ein aðalsprautan í umræddum hópi er Þórhallur Pálsson sem segir aðspurður að á næstunni standi til að ljúka að fullu því verki að setja nýtt þak á kirkjuna. Það verk hafi að mestu verið unnið fyrir tveimur árum síðan en þó aldrei lánast að ljúka því að ganga frá mæni og vindskeiðum svo sómi sé að. Þá standi einnig til á næstunni að koma fyrir nýjum krossi á kirkjuburstina og sá kross nákvæmlega eins og upphaflegar byggingalýsingar segi til um.
„Við erum í raun svo heppin að þetta hús, sem var byggt 1886, var tekið út og lýst mjög nákvæmlega þremur árum síðar. Þeirri lýsingu höfum við fylgt. Auk frágangs á þakinu og vindskeiðum er stefnt að því að endurnýja ytri kirkjuhurðir þannig að þær verði eins og við teljum að hafi verið venjan á ofanverðri 19. öld. Kirkjugarðurinn sjálfur hefur fyrir nokkrum árum fengið þá umgjörð sem slíkum garði sæmir. Bílastæði kirkjunnar er reyndar enn bara malarplan, en til er áætlun um vandaðan frágang á því, en það verður að bíða þar til fjármunir leyfa.“
Líkt og húsakostur gamla skólans að Eiðum hefur fengið yfirhalningu síðustu árin gildir það sama um kirkjuna á staðnum sem þegar er orðin prýði að þó aðeins vanti upp á að ljúka endurbótum. Mynd Minjastofnun