Endurbyggingu Hafnarhólmsvegar lýkur með haustinu

Ef frátalin er töluverð endurnýjun á Almannaskarðsgöngum sem lýkur í þessum mánuði mun Vegagerðin halda áfram með eða hefja framkvæmdir við ein átta mismunandi verkefni á Austurlandi á næstu misserum.

Þar er endurnýjun Fáskrúðsfjarðarganga stærsta verkefnið en þar skal bæta öryggi með steyptum vegöxlum og endurnýja allan ljósa- og rafbúnað þeirra ganga. Því verki skal vera lokið í nóvember á næsta ári.

Þá stendur til að endurbyggja 4,6 kílómetra á Jökuldalsvegi milli Arnórsstaða og Langagerðis en því mun ekki ljúka fyrr en haustið 2025. Endurbygging Hafnarhólmsvegar á Borgarfirði eystri er vel á veg komin og verklok þar áætluð næsta september.

Vegagerðin áætlar ennfremur að fræsa og styrkja tvo 0,5 kílómetra langa kafla á Þjóðvegi 1 í Jökuldal í sumar og einnig skal ljúka sams konar verki á eins kílómetra löngum kafla við Breiðdalsvík. Þá skal og farið í viðhaldsvinnu á tveimur brúm austanlands í sumar. Annars vegar brúna yfir Múlaá í Skriðdal og hins vegar yfir Helgustaðará í Eskifirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.