Endurnýja samstarfssamning vegna Rannsóknarsetursins á Breiðdalsvík
Skrifað var í gær undir nýjan þriggja ára samstarfssamning Náttúrufræðistofnunar Íslands og Háskóla Íslands vegna reksturs Rannsóknarseturs HÍ á Breiðdalsvík. Undir samninginn skrifuðu Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri Náttúrufræðistofnunar.
Rekstrargrundvöllur setursins, með verkefnastjórann Maríu Helgu Guðmundsdóttur í fararbroddi, þannig tryggður næstu árin en sérstök áhersla var í nýja samningnum að efla rannsóknir á jarðfræði á Austurlandi auk þess að efla enn frekar samstarf þessara tveggja stofnana.
Starfsemi Rannsóknarsetursins er nokkuð viðamikil því innan veggja þess er borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar sem sífellt fleiri jarðvísindamenn sækja í vegna rannsókna sinna. Þess utan sér verkefnisstjóri ýmsum verkefnum tengdum miðlun upplýsinga, fræðslu af ýmsu tagi auk rannsóknarhlutans sjálfs. Setrið er eitt af ellefu rannsóknarsetrnum Háskóla Íslands í landinu en meginmarkmið þeirra fyrir utan svæðisbundnar rannsóknir
Frá undirskrift nýja samningsins í gær. Frá vinstri, Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknarsetra HÍ, Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri NÍ og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Mynd Jón Örn Guðbjartsson