Endurvekja umræðu um jarðgöng yfir á Hérað

„Þetta mál er alltaf milli tanna á fólki hér í bænum annars lagið og nú langaði okkur að koma þessu betur á framfæri,“ segir Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.

Sveitarstjórnin lét bóka á sínum síðasta fundi fyrir kosningar í vikunni að endurvekja umræðu um jarðgöng úr Vopnafirði yfir á Hérað og hvetur jafnframt komandi sveitarstjórn til að taka málið upp sem allra fyrst.

Umrædd jarðgöng eru bæði á formlegri yfirlitsáætlun Vegagerðarinnar um jarðgöng og gert er ráð fyrir þeim göngum í svæðisáætlun Austurlands. Þau eru þó ekki inni í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem nær til ársins 2034.

Sara segir að til standi að fara í nánari greiningu á göngum af hálfu sveitarfélagsins og afla frekari gagna en með opinberri umræðu megi auka þrýsting á að verkefnið komist á koppinn öllum til hagsbóta.

Jarðgöng úr Vopnafirði yfir á Hérað hafa verið til tals af og til um áratugaskeið en nú vill fráfarandi sveitarstjórn koma málinu á rekspöl. Mynd GG.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.