Engar kosningar kærðar
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. jún 2010 09:07 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Úrslit austfirsku sveitarstjórnarkosninganna hafa verið staðfest. Engar kærur bárust yfirvöldum áður en kærufrestur rann út. Lítið var um útstrikanir á Vopnafirði.
Kærufrestur eru sjö dagar frá því að úrslitum kosninga er lýst. Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði og settur sýslumaður í kosningamálum sýslumannsins á Seyðisfirði, sagði í samtali við Agl.is að engar kærur hefðu borist.Úrslitin teljast því staðfest.
Á Vopnafirði voru tólf útstrikanir sem dreifðust á öll framboðin fjögur.