Skip to main content

„Engar ákvarðanir um okkur án okkar“

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. nóv 2010 20:25Uppfært 08. jan 2016 19:21

lunga_uppskera_0022_web.jpgUngmennaráð Fljótsdalshéraðs vill að ríkara mark verði tekið á rödd þess fyrir ungs fólks í sveitarfélaginu. Engar ákvarðanir verði teknar varðandi ungt fólk á Héraði án þess að rætt verði við ráðið fyrst.

 

Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð ráðsins. Þar eru nefndir sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs hvattar til að vísa málum sem varða ungt fólk í sveitarfélaginu til umsagnar hjá ráðinu.

Vísað er til þess að í samþykktum ráðsins hafi það þetta hlutverk enda sé það í góðu samræmi við eðlilegt lýðræðislegt ferli.

„Ungmennaráð minnir á að engar ákvarðanir um okkur eiga að vera teknar án okkar.“