Engin merki um neysluvatnsskort að Eiðum þetta sumarið
Með áætlunum um töluverð uppbyggingaráform eigenda Eiða næstu árin skapast þörf fyrir meira neysluvatn til svæðisins en nú er fyrir hendi. Sumarið 2024 varð neysluvatnsskortur vegna mikillar notkunar en ekki borið á því það sem af er þessu sumri.
Það staðfestir Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóra HEF-veitna, sem hefur umsjón með að nægt neysluvatn sé til staðar öllum stundum í Múlaþingi. Skorts varð vart á Eiðasvæðinu síðasta sumar eftir að nýir viðskiptavinir komu inn á kerfið en eftir að sérfræðingar stilltu kerfið af með tilliti til þeirrar auknu notkunar hvarf það vandamál og hefur ekki borið á skorti hingað til árs.
Eins og reglulegum lesendum er kunnugt áforma eigendur Eiða töluverða uppbyggingu á frístundabyggð í landi sínu næstu árin og þær áætlanir fengið græn ljós frá þartilbærum aðilum. Um verður að ræða 65 hektara frístundabyggð skammt frá hótelinu sem skipt verður niður í 50 stakar lóðir.
Gangi þau áform eftir og þar fari að rísa stærri sumarhúsabyggð en þegar er til staðar telur Aðalsteinn ljóst að núverandi magn neysluvatns sem rennur til Eiða dugi ekki til. Finna þurfi meira.
„[Það] er ljóst að í nánustu framtíð og með tilliti til uppbyggingaráforma á svæðinu þarf að afla meira vatns og mögulega stækka miðlun.“