Skip to main content

Engin óhöpp í umferðinni í gær

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. sep 2023 14:15Uppfært 11. sep 2023 14:16

Þrátt fyrir að snjóað hafi á heiðum og þar með einhverjum fjallvegum í gær gekk umferðin á Austurlandi slysalaust fyrir sig.


Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þá bárust engar tilkynningar um slys sem rekja mætti til færðarinnar í gær.

Í gærmorgun voru gefnar út viðvaranir vegna hálkubletta á Fjarðarheiði og Jökuldal. Þá var víða hálka eða jafnvel krapi á austfirskum fjallvegum í morgun. Skömmu fyrir hádegi töldust allar leiðir vera orðnar greiðfærar.

Helgin var annars tíðindalítil hjá lögreglunni á Austurlandi.

Lögreglan hefur hins vegar til rannsóknar kæru fyrir kynferðisbrot sem barst fyrir rúmri viku. Engar nánari upplýsingar fást um stöðu rannsóknarinnar eða málið á þessari stundu.