Engin útköll borist enn
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. feb 2022 10:31 • Uppfært 07. feb 2022 10:33
Engin útköll hafa enn borist vegna óveðursins sem nú gengur yfir Austurland. Veðrið hefur versnað mjög eystra undanfarinn klukkutíma eða svo.
Í tilkynningu frá lögreglu eru tilmæli til íbúa um að vera ekki á ferðinni, hvort sem er innan bæjar eða utan, ítrekuð þar sem færð á vegum er tekin að spillast. Allir fjallvegir eru merktir lokaðir, sem og leiðin milli Hafnar og Reyðarfjarðar.
Búist er við að veðrið gangi niður upp úr hádegi. Farið verður í að moka vegi og hreinsa götur um leið og hægt er. Lögreglan minnir á að það gangi hraðar ef engin farartæki eru föst á vegunum,
„Höldum okkur til hlés og heima við ef mögulegt er til hádegis og tökum þá stöðuna. Fyrr ekki.“