Skip to main content

Enginn fæst til að gera við Herðubreið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. maí 2022 10:10Uppfært 23. maí 2022 10:23

Ekkert  tilboð barst sveitarstjórn Múlaþings vegna útboðs vegna lagfæringa á hinu merka félagsheimili og kvikmyndahúsi Herðubreið á Seyðisfirði.

Óskaði Múlaþing í vetur eftir tilboðum í lagfæringar á ytra byrði hússins en húsið hefur látið töluvert á sjá vegna múrskemmda undanfarin ár auk þess sem nokkuð lekur inn í bygginguna meðfram gluggum.

Múlaþing er ekki eina sveitarfélagið sem gengur illa að fá verktaka til starfa til hinna ýmsu verkefna sem þörf er á að vinna. Fjarðabyggð lenti í því sama í vetur þegar engin tilboð bárust í fyrsta útboði í nauðsynlega stækkun leikskólans Dalborgar á Eskifirði.

Sveitarstjórn Múlaþings hyggst leita hófa að nýju meðal verktaka á næsta ári en einungis er hægt að vinna að endurbótum á Herðubreið að sumarlagi.

Bið verður á að nauðsynlegar viðgerðir geti átt sér stað á Herðubreið. Mynd GG