Enginn hvirfilbylur á Öxi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. mar 2022 14:50 • Uppfært 17. mar 2022 14:51
Lítið er að marka miklar vindrokur sem komu fram á vindmæli Vegagerðarinnar á Öxi í morgun og nótt.
Samkvæmt línuriti á vef Veðurstofunnar mældist hviða upp á 160 m/s á Öxi upp úr miðnætti í nótt og önnur upp á 132 m/s um klukkan tíu í morgun.
Slík mæling hefði verið stórbæting á ríkjandi Íslandsmeti og væri í hópi mesta vindhraða sögunnar, en slíkur vindstyrkur hefur mælst í hvirfilbyljum.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hins vegar enginn hvirfilbylur á Öxi í nótt, enda eru þessar mælingar langt út úr kortinu þegar horft er til þess vindstyrks sem annars var á heiðinni í nótt. Þekkt er að þegar ís eða klaki safnast á vindmæla þá geta myndast toppar á borð við þennan í gögnunum.