Enginn kynbundinn launamunur hjá Síldarvinnslunni
Ekki mældist marktækur launamunur milli kynja þegar gerð var úttekt á jafnlaunakerfi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í desember síðastliðnum. Óútskýrður launamunur innan fyrirtækisins var 0,82 prósent konum í hag, sem ekki er marktækur munur. Sjómenn sem starfa hjá fyrirtækinu eru undanskildir í úttektinni en þeir búa við annað launakerfi en aðrir starfsmenn.
Þetta kemur fram í frétt frá Síldarvinnslunni. Þar segir að vottunarfyrirtækið BSI hafi annast úttektina en en jafnlaunakerfið á að tryggja að launamál innan fyrirtækisins sé háttað í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Í frétt Síldarvinnslunnar er haft eftir Hákoni Ernusyni starfsmannastjóra fyrirtækisins að hann niðurstaðan sé ánægjuleg. „Samkvæmt starfsmanna- og jafnréttisstefnu Síldarvinnslunnar á launasetning eingöngu að byggja á málefnalegum forsendum og það er afar ánægjulegt að fá það staðfest með skýrum hætti að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar. Það liggur semsagt fyrir enn einu sinni að jafnréttisstefnu Síldarvinnslunnar er framfylgt í reynd og það er gott að það liggi fyrir. Rétt er að taka fram að vegna launakerfis sjómanna eru þeir undanskildir í umræddri úttekt,“ segir Hákon.