Engir hinna slösuðu í bílslysinu í Berufirði í lífshættu

Staðfest hefur verið að enginn þeirra þriggja einstaklinga sem slösuðust í hörmulegum árekstri tveggja bíla í Berufirði í gærmorgunn er í lífshættu. Karlmaður á áttræðisaldri lést í árekstrinum.

Þetta staðfestir lögreglan á Austurlandi en engar upplýsingar þessa lútandi fengust frá Landspítalanum í morgunn þegar eftir leitað.

Rannsókn þessa slyss, sem og tveggja annarra banaslys á vegum landsins síðustu sólarhringa, er á byrjunarstigi en rannsóknardeild lögreglu fer með slíkar rannsóknir í samvinnu við Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.