
Engir hinna slösuðu í bílslysinu í Berufirði í lífshættu
Staðfest hefur verið að enginn þeirra þriggja einstaklinga sem slösuðust í hörmulegum árekstri tveggja bíla í Berufirði í gærmorgunn er í lífshættu. Karlmaður á áttræðisaldri lést í árekstrinum.
Þetta staðfestir lögreglan á Austurlandi en engar upplýsingar þessa lútandi fengust frá Landspítalanum í morgunn þegar eftir leitað.
Rannsókn þessa slyss, sem og tveggja annarra banaslys á vegum landsins síðustu sólarhringa, er á byrjunarstigi en rannsóknardeild lögreglu fer með slíkar rannsóknir í samvinnu við Rannsóknarnefnd samgönguslysa.