Skip to main content

Enn deilt um landamörk við Fagradalsá í Reyðarfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. okt 2023 13:56Uppfært 17. okt 2023 15:04

Landeigandi við Fagradalsá í botni Reyðarfjarðar hefur stefnt sveitarfélaginu Fjarðabyggð vegna landamerkja á svæðinu. Bæjarstjóri og lögfræðingur sveitarfélagsins fara nú yfir málið.

Stefnan var send sveitarfélaginu síðla snemma í haust en þar er gerður ágreiningur um landamerkjamörk á svæðinu. Nánar tiltekið landamerki Stuðla, Seljateigs, Seljateigshjáleigu og Móa en allar jarðirnar liggja að Fagradalsánni innarlega í firðinum. Fjarðabyggð er eigandi jarðarinnar Móa.

Nánari upplýsingar um stefnuna liggja ekki á lausu þar sem málið er í vinnslu en samkvæmt heimildum Austurfréttar hefur viðkomandi áður stefnt öllum öðrum þarna í kring með sömu eða svipuðum rökum. Öll þau mál töpuðust eftir því sem næst verður komist.

Séð yfir Fagradalsánna þar sem hún rennur innarlega í firðinum. Einn landeigandi þar hefur með stefnu sinni á hendur sveitarfélaginu stefnt öllum er þarna eiga land síðustu árin. Mynd Hafrannsóknarstofnun