Skip to main content

Enn engin staðfest tilfelli fuglaflensu á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. maí 2022 11:50Uppfært 03. maí 2022 11:51

Tilfelli fuglaflensu í villtum fuglum hafa nú verið staðfest nánast um allt land nema á Austurlandi.

Þetta staðfestir Þorsteinn Bergsson, starfsmaður Matvælastofnunar á Egilsstöðum, við Austurfrétt en komið hefur verið með nokkra dauða fugla til hans til rannsóknar að undanförnu. Sýnatökum er ekki lokið en eitt sýni hefur þegar verið staðfest neikvætt.

Sem kunnugt er virkjaði Matvælastofnun viðbragðsáætlun sína vegna fuglaflensu í byrjun aprílmánaðar en þá greindust þrjú tilfelli H5 fuglaflensu og minnst eitt tilfelli H5N1 fuglaflensuveiru á Suðurlandi. Í kjölfarið hafa smit verið staðfest meðal annars á Reykja- og Snæfellsnesi, Akureyri, Húsavík og nokkur í Árnessýslu.

Matvælastofnun hvetur almenning til að hafa augun hjá sér og tilkynna ef vart verður við veika eða dauða fugla nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum.