Enn fækkar Austfirðingum

lunga_tonleikar_0180_web.jpgAustfirðingum fækkaði um tæplega 200, eða 1,7%, á seinasta ári. Hlutfallslega fækkar mest í Fljótsdal og á Seyðisfirði en á Djúpavogi og Borgarfirði fjölgar íbúum.

 

Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar yfir mannfjölda í austfirskum sveitarfélögum frá 1. desember. Sé miðað við starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), sem nær frá Vopnafjarðarhreppi í norðri til Djúpavogshrepps í suðri, voru íbúar svæðisins þá 10.190 en voru 10.362 á sama tíma í fyrra. Fækkunin er upp á 1,66% eða 172 einstaklinga.

Mest er fækkunin í Fljótsdalshreppi, 11%. Íbúunum fækkar úr 89 í 79. Seyðfirðingum fækkar úr 706 í 669 eða um 5,2%.

Hlutfallslega fjölgar mest í Borgarfjarðarhreppi, heil 3,7%. Sú fjölgun skiptir litlu fyrir svæðið í heild því íbúum í sveitarfélaginu fjölgar úr 135 íbúum í 140. Íbúum fjölgar einnig í Djúpavogshreppi.
 

Sveitarfélag

2009 2010 Breyting
%
Seyðisfjörður 706
669
-37
-5,2%
Fjarðabyggð
4637
4573
-64
-1,4%
Vopnafjarðarhreppur
682
670
-12
-1,8%
Fljótsdalshreppur
89
79
-10
-11%
Borgarfjarðarhreppur
135
140
+5
3,7%
Djúpavogshreppur
439
448
+9
2%
Breiðdalshreppur
209
205
-4
-1,9%
Fljótsdalshérað
3465
3406
-59
-1,7%
Alls á svæði SSA
10362 10190
-172
-1,7%

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.