Enn fækkar Austfirðingum
Austfirðingum fækkaði um tæplega 200, eða 1,7%, á seinasta ári. Hlutfallslega fækkar mest í Fljótsdal og á Seyðisfirði en á Djúpavogi og Borgarfirði fjölgar íbúum.
Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar yfir mannfjölda í austfirskum sveitarfélögum frá 1. desember. Sé miðað við starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), sem nær frá Vopnafjarðarhreppi í norðri til Djúpavogshrepps í suðri, voru íbúar svæðisins þá 10.190 en voru 10.362 á sama tíma í fyrra. Fækkunin er upp á 1,66% eða 172 einstaklinga.
Mest er fækkunin í Fljótsdalshreppi, 11%. Íbúunum fækkar úr 89 í 79. Seyðfirðingum fækkar úr 706 í 669 eða um 5,2%.
Hlutfallslega fjölgar mest í Borgarfjarðarhreppi, heil 3,7%. Sú fjölgun skiptir litlu fyrir svæðið í heild því íbúum í sveitarfélaginu fjölgar úr 135 íbúum í 140. Íbúum fjölgar einnig í Djúpavogshreppi.
Sveitarfélag |
2009 | 2010 | Breyting |
% |
Seyðisfjörður | 706 |
669 |
-37 |
-5,2% |
Fjarðabyggð |
4637 |
4573 |
-64 |
-1,4% |
Vopnafjarðarhreppur |
682 |
670 |
-12 |
-1,8% |
Fljótsdalshreppur |
89 |
79 |
-10 |
-11% |
Borgarfjarðarhreppur |
135 |
140 |
+5 |
3,7% |
Djúpavogshreppur |
439 |
448 |
+9 |
2% |
Breiðdalshreppur |
209 |
205 |
-4 |
-1,9% |
Fljótsdalshérað |
3465 |
3406 |
-59 |
-1,7% |
Alls á svæði SSA |
10362 | 10190 |
-172 |
-1,7% |