Skip to main content

Enn óljóst um eldsupptök í álverinu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. jan 2011 09:40Uppfært 08. jan 2016 19:22

alcoa_eldur3_web.jpgEnn er óljóst hvað olli sprengingu og eldi í afriðli við álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði tæpri viku fyrir jól. Erlendir sérfræðingar hafa komið til að skoða vettvanginn.

 

Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Austurgluggans.

Erlendir sérfræðingar frá bæði Alcoa og framleiðendum afriðilsins í Japans hafa komið til landsins til að skoða málið. Ljóst er að senda þarf afriðilinn erlendis til frekari rannsókna.

Ál er framleitt nú með fjórum afriðum en mánuði getur tekið að koma þeim fimmta í gang á ný Taka þurfti tvö ker álversins af 336 úr rekstri tímabundið.